Persónuverndartilkynning PepsiCo Europe

Síðast uppfært: júl 09, 2024

Við   vitum   að   persónuvernd   er   þér   mikilvæg   og   við   erum   ákveðin   í   að   vernda persónuupplýsingarnarþínar þegar þú átt í samskiptum við vörumerki PepsiCo. Í  þessari  persónuverndartilkynningu  útskýrum  við  hvernig  við söfnum,  notum  og  verndum persónuupplýsingarnarþínar. Við lýsum því einnig hvernig þú getur valið og haft stjórn.  Hér að neðan er mikið af ítarlegum upplýsingum svo þú hafir allt sem þú þarft. Ef þú hins vegar hefur ekki mikinn tíma, eru nokkur sérstaklega mikilvæg atriði:  

Þessi  persónuverndartilkynning  lýsir  því  hvernig við  meðhöndlum  persónuupplýsingar  þínar sem safnað er á vefsíðum og í forritumþar sem er að finna viðurkenndan tengil eða tilvísun til þeirra. Við framfylgjum þessari tilkynningu í samræmi við alla viðeigandi löggjöf, þ.m.t. þá sem tekur  til  verndar  á persónuupplýsingumeins  og  almenna  persónuverndarreglugerð  ESB  og Bretlands.PersónuverndartilkynningVefkökurHala niður PDFVeldu tungumálið þitt Við söfnum og notum persónuupplýsingar um þig •Fáðu að vita hverju við söfnum, hvers vegna og hvernig því er safnað og notaðVið  deilum  persónuupplýsingunum þínum með völdum þriðju aðilum•Fáðu að vita með hverjum við deilum upplýsingunum þínumÞú átt réttinn og valið•Fáðu að vita hvernig þú getur nýtt þér rétt þinn og valÞú getur haft samband við okkur hvenær sem er•Fáðu að vita hvernig þú hefur samband við okkur
Vinsamlegast hafðu í huga að vefsíður okkar og forritkunna að innihalda tengla yfir á síður eða verkvanga þriðja aðila. Persónuupplýsingarsem síður eða verkvangar þriðja aðila safna falla undir persónuverndarhætti þeirrar síðu eða þess verkvangs. Við hvetjum þig til þess að vera    á    varðbergi    þegar    þú    yfirgefur    vefsíðurnar    okkar    eða forritog    lesa persónuverndartilkynningar á öðrum síðum sem kunna að safna persónuverndarupplýsingunumþínum.

Undir  PepsiCo  falla  margvísleg  vörumerki  matar  og  drykkja.  Þegar  þú  átt  í  samskiptum  við PepsiCo-vefsíðu  eða forriteru persónuupplýsingarþínar  undir  stjórn  PepsiCo-einingar. Mismunandi PepsiCo-einingar kunna að vera ábyrgðaraðilar gagnafyrir persónuupplýsingarþínar.  Þegar  þú til  dæmis  skráir  netfangið  þitt  á einni  af  frönsku  vefsíðunum  okkar, mun  sú PepsiCo-eining   sem   skráð   er   við   það   land   verða   ábyrgðaraðili   gagna   fyrir   þær persónuupplýsingar(t.d. PepsiCo France SASU).

3.1 Upplýsingar sem þú veitir okkur

Við kunnum að safna upplýsingum frá þér þegar þú: 

  • Hefur samband við hjálparlínuna okkar á netinu með spurningar og athugasemdir um vörur okkar og þjónustu. 
  • Óskar eftir endurgreiðslu eða tekur á móti hvata í formi endurgreiðslutilboða, gjafabréfa á netinu eða afsláttarmiða. 
  • Tekur þátt í kynningum, eins og getraunum eða keppnum í gegnum vefsíður og forrit og ónettengdar leiðir (t.d. ef þú tekur þátt í viðburði á vegum PepsiCo). 
  • Skráir þig til að fá fréttabréf okkar og aðrar tilkynningar í tölvupósti. 
  • Skráir þig á einni af vefsíðunum okkar eða forritum.  
  • Tekur þátt í vildarkerfi okkar eða býrð til reikning hjá okkur. 
  • Átt í samskiptum við okkur á samfélagsmiðlum.  
  • Fylgir okkur, deilir efni okkar eða skráir þig inn á samfélagsmiðla á vefsíðum okkar. 
  • Verslar eitthvað af okkur. 
  • Tekur þátt í könnun 
  • Veitir okkur þær með einhverjum hætti. 

Við gætum beðið um: 

  • Auðkenni og samskiptaupplýsingar, eins og nafn, notandanafn, netfang, heimilisfang/póstfang, póstkóða, símanúmer, kyn, aldur, fæðingardag.  
  • Viðurkennd skilríki  
  • Sönnun fyrir kaupum, eins og kvittun úr verslun 
  • Greiðsluupplýsingar. Þetta innifelur kreditkortanúmer og reikningsupplýsingar 
  • Samfélagsmiðlareikningar: upplýsingar um reikning, notandaauðkenni sem tengd eru samfélagsmiðlareikningi þínum og aðrar upplýsingar sem þú heimilar samfélagsmiðlinum að deila með þriðja aðila 
  • Val í tengslum við beinar tilkynningar með markaðsefni og stillingar vegna auglýsinga á netinu 
  • Hvers kyns efni sem þú býrð til eða deilir á vefsíðum okkar, forritum eða samfélagsmiðlum. Til dæmis athugasemdir þínar, skoðanir, spjall, raddupptökur, myndir og myndskeið. 
  • Skilyrði er varða matvæli eða heilsufarsvanda eins og ofnæmi. 

Til þess að vinna úr persónuupplýsingunum þínum þurfum við að gera grein fyrir lagalegum grundvelli í tengslum við tilgang söfnunarinnar. Að neðan má sjá allan tilgang og viðeigandi lagalegan grundvöll.   

Tilgangur

Lagalegur grundvöllur

Svörun við fyrirspurnum þínum og beiðnum.

Lögmætir hagsmunir.

Heimilar þér að taka þátt í kynningum og vildarkerfum.

Samningur

Úrvinnsla á greiðslum fyrir vörur sem þú kaupir af okkur.

Samningur.

Að meta neytendastefnur og búa til neytendaprófíla til að bæta vefsíðuna okkar, öppin, vörur og þjónustu, og til að þróa ný tilboð.

Lögmætir hagsmunir.

Tilkynningar til þín um breytingar á skilmálum okkar eða breytingar á þessari persónuverndartilkynningu.

Lögmætir hagsmunir.

Beinum markaðssamskiptum komið til þín. Til dæmis senda þér tölvupóst eða tilkynningar með markaðsefni.

Samþykki.

Bjóða upp á sérsniðnar auglýsingar á netinu. Til dæmis að deila auðkenni með samfélagsmiðlafyrirtækjum til að auðkenna þig eða fólk með sams konar áhugamál og þú til að hægt sé að bjóða upp á auglýsingar sem byggja á áhugasviðum.

Samþykki.

Gæðastjórnun og þjállfun. Til dæmis,

skráning á samskiptum við neytendur, eins og tölvupóstar, símtöl til þjónustuvers og skrár.

Lögmætir hagsmunir.

Að hlíta lagalegum skyldum. Til dæmis að framfylgja skilmálum okkar, varnir fyrir almenna starfsemi okkar og eignir og framfylgd á skyldum okkar á grundvelli viðeigandi löggjafar.

Lögmætir hagsmunir og/eða lagalegar skyldur

Sannvottun á auðkenni einstaklinga sem hafa samband við okkur í gegnum síma eða með öðrum rafrænum hætti.

Lögmætir hagsmunir.

Tæknilegur stuðningur. Til dæmis að finna orsakir og lausnir ef upp koma tæknilegar bilanir á vefsíðu og forriti.

Lögmætir hagsmunir.

Öryggistilgangur. Til dæmis að greina ógnir og vernda gegn skemmdarverkum eða sviksamlegri háttsemi.

Lögmætir hagsmunir.

3.2 Upplýsingar sem við söfnum með óvirkum hætti

Í þessu samhengi kunnum við að safna eftirfarandi upplýsingum: 

  • Upplýsingar um notkun þína og vafur á vefsíðum okkar og forritum; til dæmis vefsíðan sem þú komst frá, vefsíðurnar sem þú heimsækir mest, fjöldi skipta sem þú horfir á myndskeið eða skoðar mynd. 
  • Upplýsingar um tækisgögn, eins og auðkenni tækis, tegund, heiti gerðar, stýrikerfi, verkvangur og skjáupplausn. 
  • Upplýsingar um fyrri þátttöku í kynningum, eins og getraunir eða keppnir; til dæmis tegund kynningar, tengt vörumerki. 
  • Upplýsingar um samskipti gagnvart markaðssamskiptum; til dæmis ef þú gerir eitthvað sérstakt eftir að hafa fengið sendan markpóst eða ef þú framsendir tölvupóstinn eða deildir honum á samfélagsmiðlum.  
  • Staðsetningargögn eins og IP-númer, borg, land, svæði 

Þegar þú heimsækir vefsíður okkar eða forrit kann að vera að við söfnum upplýsingum í gegnum rakningartækni eins og vefkökur, flash-vefkökur, vefvita og aðrar innbyggðar skriftur: 

Rakningartækni kann að vera notuð í mismunandi tilgangi, þar á meðal til að veita þér sérsniðnar auglýsingar og söfnun á greiningargögnum. 

Við reiðum okkur á samþykki þitt fyrir meirihluta þeirrar rakningartækni sem notuð er sem lagalegan grundvöll fyrir úrvinnslu á persónuupplýsingum þínum. Einnig er til staðar nauðsynleg rakningartækni sem heimilt er að nota án samþykkis, eins og sú sem nauðsynleg er til þess að vefsíðan geti starfað með réttum hætti eða nauðsynlegar til þess að bjóða upp á lykilaðgerðir á vefsíðunni. 

 

Þú getur virkjað og afvirkjað þessa tækni (nema þegar hún telst nauðsynleg fyrir virkni vefsíðunnar eða forrit) með ýmsum leiðum sem eru útskýrðar frekar í „Hvernig getur þú haft stjórn á þínum upplýsingum?“  

3.3. Upplýsingar sem við söfnum frá þriðja aðila

Það kann að vera að við vinnum fyrst og fremst úr samskipta-, lýfræðilegum og lífstílsupplýsingum í þeim tilgangi að veita sérsniðnar auglýsingar. Til dæmis gætum við borið kennsl á hópa einstaklinga sem eru líklegri til að kaupa tiltekna vörutegund með því að greina vafur þeirra á netinu og kauphegðun. 

Einnig kann að vera að við fáum sendar upplýsingar um þig frá gagnagreiningarfyrirtækjum og fyrirtækjum sem sinna lánshæfismati. Til dæmis fyrirtæki (þriðji aðili) sem stundar söfnun og samantekt upplýsinga um þig sem fást úr skrám með opnum aðgangi (safnað í samræmi við löggjöf) eða þú veitir þær sjálf/ur, með upplýstu samþykki þínu.

Tilteknar tegundir persónuupplýsinga falla undir viðbótarvernd á grundvelli persónuverndarlaga. Þessar tegundir viðkvæmra persónuupplýsinga taka til kynþáttar, þjóðernis, trúarbragða, heilsufars, kynferðis eða kynhneigðar eða lífkennslaupplýsingar. 

PepsiCo mun aðeins vinna úr viðkvæmum persónuupplýsingum um þig þegar það er algjörlega nauðsynlegt og aðeins með þínu samþykki. Til dæmis þegar við fáumst við fyrirspurnir þínar gæti verið að þú gefir upp skilyrði er tengjast mataræði, heilsufarsupplýsingar og/eða upplýsingar sem gefa til kynna trúarskoðanir þínar. 

Sem stórt fyrirtæki með viðveru um allan heim deilum við persónuupplýsingum þínum innanhúss og með þriðja aðila í þeim tilgangi sem lýst hefur verið að ofan. Við myndum almennt deila upplýsingunum þínum með: 

Það kann að vera að við deilum upplýsingunum þínum með þriðja aðila sem veitir þjónustu fyrir okkar hönd. Þetta eru meðal annars þriðju aðilar sem gera okkur kleift að svara fyrirspurnum þínum, veita neytendaþjónustu, gera þér kleift að taka þátt í kynningunum okkar, afgreiða pantanir þínar, vinna úr greiðslum frá þér, veita þjónustu okkar, hýsa vefsíðurnar okkar, veita markaðssamskipti og greina upplýsingar. Einnig kann að vera að við deilum upplýsingunum þínum með þriðja aðila sem stendur samhliða okkur að baki kynninga.  

Vefsíður og forrit PepsiCo kunna að deila auðkennum á netinu með verkvöngum á netinu, eins og samfélagsmiðlum eða fyrirtækjum á sviði auglýsingatækni til að veita þér sérsniðnar auglýsingar á netinu og í greiningartilgangi. 

Hugsanlega deilum við persónuupplýsingunum þínum innan PepsiCo ábyrgðaraðila gagna í rekstrar- og viðskiptalegum tilgangi.  

Við kunnum að deila persónuupplýsingum: 

  • Til að hlíta lagalegum skyldum. 
  • Í tengslum við dómsmál.  
  • Að beiðni lögregluyfirvalda eða annarra ríkisstofnana þar sem rannsókn fer fram. 
  • Ef við erum að íhuga, semja um eða ljúka við einhvers konar viðskiptagerninga fyrirtækisins, þ.m.t. sölu eða afskráningu eins eða fleiri vörumerkja eða rekstrar.  
  • Með fyrirtækjum sem aðstoða okkur við að vernda eignir okkar og réttindi.  
  • Til að standa vörð um öryggi þriðja aðila eins og notendur vefsíðu eða forrits, gesti og almenning. 

Þú getur óskað eftir því að við hættum að senda þér tölvupósta með markaðsefni og kynningum með því að smella á „afskrá“ tengilinn sem fylgir öllum slíkum samskiptum. 

Með stillingum í farsímanum þínum getur þú stjórnað:  

  • Rakningu á staðsetningu með því að slökkva á staðsetningarþjónustu. 
  • Myndum, myndskeiðum og raddupptökum með því að slökkva á aðgangi að myndavélinni. 
  • Tilkynningum með því að slökkva á „leyfa tilkynningar“ 

Frekari upplýsingar um persónuverndarstillingar í farsímum er að finna á tenglunum hér að neðan: 

  •    iOS 
  •    Android
 

Flestir vafrar gera þér kleift að stilla á viðvaranir í hvert skipti sem vefköku er komið fyrir í tölvunni þinni, loka fyrir og/eða afvirkja þær vefkökur sem fyrir eru. Almennt getur þú gert þetta í gegnum stillingar vafrans. Frekari upplýsingar er að finna á tenglunum að neðan:

  •    Google Chrome
  •    Mozilla Firefox
  •    Internet explorer
  •    Safari
  •    Opera 

Að öðrum kosti getur þú afvirkjað vefkökur í gegnum Trust Arc samþykkistólið okkar sem er neðst á vefsíðum okkar undir „Vefkökustillingar“ 

Vinsamlegast athugaðu að : 

  • Ef þú lokar fyrir eða afvirkjar vefkökur kann það að hafa áhrif á notendaupplifun þína sem leiðir til þess að eiginleikar vefsíðunnar virki ekki eins og þeir voru upphaflega hannaðir.  
  • Ef þú velur að sleppa auglýsinga- og virknivefkökum þýðir það að vefsíðurnar okkar rekja ekki hegðun þína á netinu. Hins vegar þýðir þetta ekki alltaf að þú sjáir minna af auglýsingum PepsiCo, heldur það að aulýsingarnar sem þú sérð verða ekki sérsniðnar að þínum áhugasviðum og eftirlæti.  
  • Vefgeymsluhlutir (einnig þekkt sem Flash-vefkökur) eru vefgeymslubúnaður sem gerir geymslu gagna í vafra viðskiptavinar. Gögnin kunna að vera til þó þú sért ekki lengur inni á vefsíðunni.  

Vinsamlegast athugaðu að: 

  • Eyðing á vefkökum eyðir ekki sjálfkrafa vefgeymsluhlutum. Til að stjórna Flash-vefkökum þarftu að nota stillingar á vefsíðu Adobe. 
  • Afvirkjun á vefgeymsluhlutum kann að leiða til þess að þú getur ekki notað tilteknar vefsíður/ eiginleika forrita og upplýsingar.  

 

Til eru margvíslegir staðlar fyrir þig til að velja að loka fyrir auglýsingar á netinu þar sem vafrar geta sent út merki sem gefa til kynna að notandinn kjósi að loka fyrir rakningu. Frekari upplýsingar um þá staðla sem í boði eru er að finna á tenglunum að neðan: 

  •    NAI - Network Advertising Initiative
  •    DAA – Digital Advertising Alliance 
  •    Your Online Choices 
  •    DNT – Do Not Track

Vinsamlegast athugaðu að: 

Enginn staðall nýtur viðurkenningar á heimsvísu fyrir útskýringar á vaframerkjum. 

Til að skilvirkni sé í lokuninni þarftu að: 

  • Loka fyrir í öllum vöfrum og tækjum sem þú ætlar að nota. 
  • Stilla vafrann þinn þannig að hann taki við vefkökum 

 

Ef þú ert íbúi á evrópska efnahagssvæðinu eða í Bretlandi, eða ert stödd/staddur á evrópska efnahagssvæðinu eða í Bretlandi, getur þú óskað eftir: 

  • Aðgangi að þeim persónuupplýsingum sem við geymum um þig 
  • Að persónuupplýsingunum þínum verði eytt 
  • Leiðréttingu eða uppfærslu á persónuupplýsingunum þínum 
  • Flutt, afritað eða fengið persónuupplýsingarnar þínar sendar rafrænt 
  • Takmarkað úrvinnslu á persónuupplýsingunum þínum 
  • Að draga til baka hvers kyns samþykki sem þú hefur veitt í tengslum við persónuupplýsingar þínar 
  • Mótmæla tiltekinni úrvinnslu (t.d. getur þú óskað eftir því að við hættum að senda þér markpóst) 

Ef þú óskar eftir því að nýta einhvern þann rétt sem er lýst hér að ofan getur þú sent inn beiðni með því að fylla út form á netinu sem er að finna á þessum tengli.  

Í þeim tilgangi að uppfylla mismunandi tilgang eins og lýst er að ofan getur verið að við flytjum persónuupplýsingarnar þínar til annars lands en þar sem þeim var safnað. Til dæmis gæti verið að þú leggir fram samskiptaupplýsingarnar þínar í gegnum breska vefsíðu vörumerkis og þessar upplýsingar kunna að vera fluttar til Bandaríkjanna til geymslu. 

Þegar við flytjum persónuupplýsingar út fyrir evrópska efnahagssvæðið eða Bretland, hvort sem það er innan PepsiCo-samstæðunnar eða fyrirtækja þess eða til þriðja aðila, munum við aðeins flytja slíkar persónuupplýsingar: 

  • til lands þar sem regluverk um persónuvernd býður upp á fullnægjandi vernd  
  • þar sem við höfum komið fyrir fullnægjandi aðferðum fyrir gagnaflutning, eins og samningsbundna vernd (einnig þekkt sem stöðluð samningsákvæði)  

Þú getur óskað eftir afriti af hvers kyns flutningsgögnum varðandi flutning persónuupplýsinga þinna út fyrir ESB eða Bretland með því að smella hér

Við geymum persónuupplýsingarnar þínar í kerfum okkar eins lengi og þörf krefur til að uppfylla tilgang söfnunar, nema lög gera kröfu um eða heimila lengri geymslutíma.  Við munum skilgreina viðeigandi geymslutíma að teknu tilliti til: 

  • Þarfir er tengjast geymslu á gögnum með tilliti til greiningar og/eða endurskoðunar. Til dæmis ef þú leggur fram persónuupplýsingarnar þínar til að taka þátt í kynningu munum við almennt aðeins geyma persónuupplýsingarnar þínar eins lengi og þörf er á fyrir framkvæmd þeirrar kynningar. Eða ef þú skráir þig í markaðssamskipti munum við geyma persónuupplýsingarnar þangað til þú óskar eftir því að upplýsingum þínum verði eytt eða við teljum að samþykki þitt sé útrunnið 
  • Framfylgni lagaákvæða með skilyrðum um geymslutíma gagna 
  • Vernd gegn eða meðferð á hvers kyns yfirstandandi eða hugsanlegum dómskröfum 
  • Meðhöndlun á hvers kyns kvörtunum

 

Við gerum okkur grein fyrir þörfinni á viðbótarvernd gagnvart persónuvernd og öryggi barna sem nota vefsíður okkar og forrit 

Flestar vefsíður okkar og aðgerðir okkar beinast að einstaklingum sem eru 16 ára og eldri.   

Ef einhver af vefsíðum okkar eða forrit eru ætluð yngri hópum, munum við óska eftir samþykki foreldris eða forráðamanns áður en við söfnum persónuupplýsingum í samræmi við skilyrði viðeigandi lagaákvæði. 

Ef þú ert yngri en 16 ára skaltu vinsamlegast óska eftir leyfi foreldris eða forráðamanns áður en þú veitir okkur einhverjar persónuupplýsingar og skoðir skilyrði þessarar persónuverndartilkynningar vandlega.  

Ef þú ert með einhverjar fyrirspurnir um meðhöndlun á persónuupplýsingunum þínum: 

Þú getur haft samband við persónuverndarfulltrúann okkar í gegnum europe.privacy@pepsico.com.  

Ef þú er óánægð/ur vegna möðhöndlunar okkar á persónuupplýsingunum þínum, átt þú einnig rétt á að kvarta til viðeigandi eftirlitsaðila gagnaverndar í ESB/Bretlandi. Þú finnur upplýsingar um viðeigandi eftirlitsaðila hér