Persónuverndartilkynning PepsiCo Europe
Við vitum að persónuvernd er þér mikilvæg og við erum ákveðin í að vernda persónuupplýsingarnarþínar þegar þú átt í samskiptum við vörumerki PepsiCo. Í þessari persónuverndartilkynningu útskýrum við hvernig við söfnum, notum og verndum persónuupplýsingarnarþínar. Við lýsum því einnig hvernig þú getur valið og haft stjórn. Hér að neðan er mikið af ítarlegum upplýsingum svo þú hafir allt sem þú þarft. Ef þú hins vegar hefur ekki mikinn tíma, eru nokkur sérstaklega mikilvæg atriði:
Við söfnum og notum persónuupplýsingar um þig
Fáðu að vita hverju við söfnum, hvers vegna og hvernig því er safnað og notaðÞú átt réttinn og valið
Fáðu að vita hvernig þú getur nýtt þér rétt þinn og valVið deilum persónuupplýsingunum þínum með völdum þriðju aðilum
Fáðu að vita með hverjum við deilum upplýsingunum þínumÞú getur haft samband við okkur hvenær sem er
Fáðu að vita hvernig þú hefur samband við okkurÞessi persónuverndartilkynning lýsir því hvernig við meðhöndlum persónuupplýsingar þínar sem safnað er á vefsíðum og í forritumþar sem er að finna viðurkenndan tengil eða tilvísun til þeirra. Við framfylgjum þessari tilkynningu í samræmi við alla viðeigandi löggjöf, þ.m.t. þá sem tekur til verndar á persónuupplýsingumeins og almenna persónuverndarreglugerð ESB og Bretlands.PersónuverndartilkynningVefkökurHala niður PDFVeldu tungumálið þitt Við söfnum og notum persónuupplýsingar um þig •Fáðu að vita hverju við söfnum, hvers vegna og hvernig því er safnað og notaðVið deilum persónuupplýsingunum þínum með völdum þriðju aðilum•Fáðu að vita með hverjum við deilum upplýsingunum þínumÞú átt réttinn og valið•Fáðu að vita hvernig þú getur nýtt þér rétt þinn og valÞú getur haft samband við okkur hvenær sem er•Fáðu að vita hvernig þú hefur samband við okkur
Vinsamlegast hafðu í huga að vefsíður okkar og forritkunna að innihalda tengla yfir á síður eða verkvanga þriðja aðila. Persónuupplýsingarsem síður eða verkvangar þriðja aðila safna falla undir persónuverndarhætti þeirrar síðu eða þess verkvangs. Við hvetjum þig til þess að vera á varðbergi þegar þú yfirgefur vefsíðurnar okkar eða forritog lesa persónuverndartilkynningar á öðrum síðum sem kunna að safna persónuverndarupplýsingunumþínum.
Undir PepsiCo falla margvísleg vörumerki matar og drykkja. Þegar þú átt í samskiptum við PepsiCo-vefsíðu eða forriteru persónuupplýsingarþínar undir stjórn PepsiCo-einingar. Mismunandi PepsiCo-einingar kunna að vera ábyrgðaraðilar gagnafyrir persónuupplýsingarþínar. Þegar þú til dæmis skráir netfangið þitt á einni af frönsku vefsíðunum okkar, mun sú PepsiCo-eining sem skráð er við það land verða ábyrgðaraðili gagna fyrir þær persónuupplýsingar(t.d. PepsiCo France SASU).
Tilteknar tegundir persónuupplýsinga falla undir viðbótarvernd á grundvelli persónuverndarlaga. Þessar tegundir viðkvæmra persónuupplýsinga taka til kynþáttar, þjóðernis, trúarbragða, heilsufars, kynferðis eða kynhneigðar eða lífkennslaupplýsingar.
PepsiCo mun aðeins vinna úr viðkvæmum persónuupplýsingum um þig þegar það er algjörlega nauðsynlegt og aðeins með þínu samþykki. Til dæmis þegar við fáumst við fyrirspurnir þínar gæti verið að þú gefir upp skilyrði er tengjast mataræði, heilsufarsupplýsingar og/eða upplýsingar sem gefa til kynna trúarskoðanir þínar.
Í þeim tilgangi að uppfylla mismunandi tilgang eins og lýst er að ofan getur verið að við flytjum persónuupplýsingarnar þínar til annars lands en þar sem þeim var safnað. Til dæmis gæti verið að þú leggir fram samskiptaupplýsingarnar þínar í gegnum breska vefsíðu vörumerkis og þessar upplýsingar kunna að vera fluttar til Bandaríkjanna til geymslu.
Þegar við flytjum persónuupplýsingar út fyrir evrópska efnahagssvæðið eða Bretland, hvort sem það er innan PepsiCo-samstæðunnar eða fyrirtækja þess eða til þriðja aðila, munum við aðeins flytja slíkar persónuupplýsingar:
- til lands þar sem regluverk um persónuvernd býður upp á fullnægjandi vernd
- þar sem við höfum komið fyrir fullnægjandi aðferðum fyrir gagnaflutning, eins og samningsbundna vernd (einnig þekkt sem stöðluð samningsákvæði)
Þú getur óskað eftir afriti af hvers kyns flutningsgögnum varðandi flutning persónuupplýsinga þinna út fyrir ESB eða Bretland með því að smella hér.
Við geymum persónuupplýsingarnar þínar í kerfum okkar eins lengi og þörf krefur til að uppfylla tilgang söfnunar, nema lög gera kröfu um eða heimila lengri geymslutíma. Við munum skilgreina viðeigandi geymslutíma að teknu tilliti til:
- Þarfir er tengjast geymslu á gögnum með tilliti til greiningar og/eða endurskoðunar. Til dæmis ef þú leggur fram persónuupplýsingarnar þínar til að taka þátt í kynningu munum við almennt aðeins geyma persónuupplýsingarnar þínar eins lengi og þörf er á fyrir framkvæmd þeirrar kynningar. Eða ef þú skráir þig í markaðssamskipti munum við geyma persónuupplýsingarnar þangað til þú óskar eftir því að upplýsingum þínum verði eytt eða við teljum að samþykki þitt sé útrunnið
- Framfylgni lagaákvæða með skilyrðum um geymslutíma gagna
- Vernd gegn eða meðferð á hvers kyns yfirstandandi eða hugsanlegum dómskröfum
- Meðhöndlun á hvers kyns kvörtunum
Við gerum okkur grein fyrir þörfinni á viðbótarvernd gagnvart persónuvernd og öryggi barna sem nota vefsíður okkar og forrit
Flestar vefsíður okkar og aðgerðir okkar beinast að einstaklingum sem eru 16 ára og eldri.
Ef einhver af vefsíðum okkar eða forrit eru ætluð yngri hópum, munum við óska eftir samþykki foreldris eða forráðamanns áður en við söfnum persónuupplýsingum í samræmi við skilyrði viðeigandi lagaákvæði.
Ef þú ert yngri en 16 ára skaltu vinsamlegast óska eftir leyfi foreldris eða forráðamanns áður en þú veitir okkur einhverjar persónuupplýsingar og skoðir skilyrði þessarar persónuverndartilkynningar vandlega.
Ef þú ert með einhverjar fyrirspurnir um meðhöndlun á persónuupplýsingunum þínum:
Þú getur haft samband við persónuverndarfulltrúann okkar í gegnum europe.privacy@pepsico.com.
Ef þú er óánægð/ur vegna möðhöndlunar okkar á persónuupplýsingunum þínum, átt þú einnig rétt á að kvarta til viðeigandi eftirlitsaðila gagnaverndar í ESB/Bretlandi. Þú finnur upplýsingar um viðeigandi eftirlitsaðila hér.